Hjalti Jón Sverrisson starfar sem sjúkrahúsprestur á Landspítalanum. Hann hefur viðbótardiplómu í sálgæslufræðum frá EHÍ og lagt stund á nám í áfallafræðum.
Hann hefur komið víða við í starfi með syrgjendum, meðal annars tekið þátt í að leiða hópa fyrir þau sem hafa misst ástvin vegna fíknar og fyrir þau sem hafa misst ástvin í sjálfsvígi. Þá hefur hann einnig tekið þátt í að leiða starf Arnarins.
Í Sorgarmiðstöð leiðir Hjalti stuðningshópastarf fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi.