Gunnjóna Una hefur undanfarin ár verið hópstjóri í stuðningshóp fyrir þau sem missa maka á efri árum. Gunnjóna Una starfaði í 17 ár sem félagsráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu og á einnig að baki MA nám í öldrunarfræðum. Hún hefur  verið leiðbeinandi á námskeiðum í hugrænni atferlismeðferð síðan 2008, leitt djúpslökun og hópslökun í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins ásamt því að aðstoðað fólk við að vinna úr áföllum í EMDR meðferð. Gunnjóna Una fór á eftirlaun í maí 2021.