Guðrún Eggerts Þórudóttir er prestur og sálgætir að mennt og starfar sem sjálfstætt starfandi prestur hjá Kærleikshorninu. Þar sem hún veitir alla þjónustu sem kemur að preststarfinu.

Guðrún stofnaði Kærleikshornið í nóvember 2023. Hún hefur starfað hjá Þjóðkirkjunni bæði sem sóknarprestur á Ólafsfirði og við Vídalínskirkju. Guðrún útskrifaðist frá Emerson Collage 2004 sem Waldorf kennari að mennt og hefur starfað með börnum um langt skeið og fjölskyldum þeirra. Einnig hefur Guðrún starfað á sambýlum og við þjónustu aldraðar innan kirkjunnar.

Guðrún missti móður sína skyndilega 2013 einnig missti hún ungann föðurbróðir sinn úr sjálfsvígi 16 ára gömul.