Guðrún Jóna hefur frá árinu 2017 stýrt stuðningshópi fyrir aðstandendur sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Hún missti son í sjálfsvígi árið 2010.
Árið 2011 kom hún að stofnun Minningarsjóðs Orra Ómarssonar og gerð heimasíðunnar sjalfsvig.is. Hún hefur barist fyrir því að opna umræðu um sjálfsvíg á opinberum vettvangi. Ásamt því að hafa unnið í mörg ár í gegnum félagasamtök að forvörnum sjálfsvíga og stuðningi við aðstandendur þeirra sem falla fyrir eigin hendi.
Guðrún Jóna er hjúkrunarfræðingur B.Sc., MPM, Fagstjóri Sorgarmiðstöðvar og verkefnastjóri hjá Embætti Landlæknis.