Lóa starfar sem hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu og vann í mörg ár við sérhæfða  líknarþjónustu í heimahúsum. Hún hefur langa reynslu af vinnu með fjölskyldum sem takast á við sorg og erfiðar tilfinningar í alvarlegum veikindum og við ástvinamissi.
Lóa sat í stjórn Lífsins-samtaka um líknarmeðferð um árabil og situr í stjórn Nýrrar Dögunar – Stuðningur í sorg.
Lóa hefur lokið kúrsum á diplóma og meistarastigi í endurmenntun Háskóla Íslands, meðal annars í líknarhjúkrun og sálgæslu. Lóa er Jóga Nidra leiðbeinandi og brennur fyrir því að miðla áfram slökun og hugleiðslu til að auka vellíðan og takast á við áksoranir í daglegu lífi.
Lóa hefur frá árinu 2016 leitt stuðningshópa fyrir þau sem misst hafa maka.