Karólína Helga er framhaldsskólakennari og með próf í opinberri stjórnsýslu.
Hún missti eiginmann sinn árið 2017 en hann var bráðkvaddur. Karólína Helga hefur verið ötull talsmaður fyrir stuðning við ungar ekkjur og ekkla á opinberum vettvangi sem og stuðning við börn í sorg. Hún sat í stjórn Ljónshjarta frá árinu 2017 til ársins 2021 og er sitjandi stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar.
Karólína Helga stýrir stuðningshópi fyrir makamissi og einni stuðningshópi fyrir þau sem missa fyrrverandi maka og eiga börn í sorg.