Selma Lind Árnadóttir er rúmlega tvítug að aldri. Hún útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands og stundar nú nám í viðburðarstjórnun. Hún hefur lokið hópstjóraþjálfun hjá Sorgarmiðstöð og einnig útskrifast sem jafningi hjá Sorgarmiðstöð. Selma Lind var viðmælandi í sjónvarpsþáttunum MISSIR og ræddi þar reynslu sína af foreldramissir en hún missti föður sinn 9 ára gömul. Selma Lind hefur verið sjálfboðaliði hjá Ljónshjarta í gegnum árin og hitt börn og ungmenni í sömu stöðu en einnig hefur hún verið sjálfboðaliði á námskeiði fyrir börn og ungmenni í sorg hjá Sorgarmiðstöð.