Selma Lind Árnadóttir er 20 ára gömul og hefur lokið námi frá Verslunarskóla Íslands. Hún hefur lokið hópstjóraþjálfun hjá Sorgarmiðstöð og einnig útskrifast sem jafningi hjá Sorgarmiðstöð. Selma Lind var viðmælandi í sjónvarpsþáttunum MISSIR og ræddi þar reynslu sína af foreldramissir en hún missti föður sinn 9 ára gömul. Selma Lind hefur verið sjálfboðaliði hjá Ljónshjarta í gegnum árin og hitt börn og ungmenni í sömu stöðu en einnig hefur hún verið sjálfboðaliði á námskeiði fyrir börn og ungmenni í sorg hjá Sorgarmiðstöð.