Guðbjörg Hulda Einarsdóttir er hjúkrunarfræðingur frá HÍ með viðbótardiplómu í sálgæslufræðum frá EHÍ og djáknafræðum í HÍ.  Guðbjörg hefur starfað á krabbameinsdeild LSH og sem teymisstjóri heimahjúkrunar í Kópavogi þar sem hún vann náið með þeim sem eru að ganga í gegnum erfiðleika og glíma við áföll og missi.

Síðustu 4 ár hefur hún starfað í Auðnast og sinnir þar ýmsum verkefnum á sviði sorgar m.a. fræðslu, stuðningsviðtölum og sálrænni skyndihjálp.