Anton Emil útskrifaðist sem klínískur barnasálfræðingur árið 2024 og starfar í greiningarteymi á Geðheilsumiðstöð barna. Hann hefur mikið unnið með börnum og unglingum í gegnum árin, t.d. í grunnskóla, félagsmiðstöð, fótboltaþjálfun og með ungmennum með fatlanir.
Anton Emil missti föður sinn úr sjálfsvígi þegar hann var 15 ára gamall árið 2012. Hann kom fram í myndinni „Út úr myrkrinu“, sem byggir á frásögnum fólks sem misst hefur ástvin úr sjálfsvígi.