Sigríður Kristín lauk embættisprófi frá Guðfræðideild HÍ árið 2000. Hún hefur starfað sem prestur frá útskrift auk þess sem hún starfaði hjá Barnavernd um tíma. Árið 2011 jók Sigríður Kristín við sig nám og lauk prófi í Fjölskyldumeðferðarfræði. Sigríður Kristín hefur mikla reynslu í sálgæslu og stuðningi við syrgjendur. Hún hefur um nokkura ára skeið leitt stuðningshópa fyrir syrgjendur fyrst hjá Ljónshjarta og nú hjá Sorgarmiðstöð. Sigríður Kristín hefur stýrt stuðningshópum fyrir makamissi og systkinamissi.
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753