Dánarvottorð

  • Dánarvottorð fæst á sjúkrahúsi þar sem hinn látni lést eða hjá lækni sem annast hefur hinn látna. 
  • Dánarvottorð er annað hvort rafrænt eða á pappír. Læknir upplýsir aðstandendur um það hvort dánarvottorðið verði gefið út rafrænt eða á pappír.
  • Tilkynna þarf andlátið til sýslumanns eins fljótt og kostur er eftir útgáfu vottorðsins.
  • Dánarvottorð sýnir dánardag og dánarstað auk hjúskaparstöðu við andlát.
  • Dánarvottorð er annars vegar tilkynning til Þjóðskrár um banamein og andlát viðkomandi og hins vegar tilkynning til sýslumanns um andlátið.  
  • Sýslumaður sendir dánarvottorðið til þjóðskrá.
  • Dánarvottorð er afhent venslamanni, svo sem maka eða öðrum nánum aðstandanda. 
  • Aðstandandi ber ábyrgð á að afhenda dánarvottorðið sýslumanni rafrænt eða á starfstöð í því umdæmi þar sem hinn látni átti lögheimili þegar hann lést.
  • Hafi hinn látni verið búsettur erlendis skal dánarvottorð afhent sýslumanni í því umdæmi þar sem útför fer fram.
  • Rafrænt dánarvottorð berst sjálfkrafa til sýslumanns frá þeim lækni sem gefur dánarvottorðið út. Á vottorði er aðstandandi hins látna tilgreindur.
  • Rafræna dánarvottorðið er ekki það sama og tilkynning til sýslumanns um andlát. Tilgreindur aðstandandi verður að tilkynna sýslumanni um andlátið eins fljótt og auðið er.
 

Tveir möguleikar eru til þess:

  1. Tilkynna andlátið rafrænt
    *Fara inn á island.is/andlatstilkynning
    *Tilgreindur aðstandandi fær skilaboð í pósthólf sitt á island.is þar sem má finna hlekk á rafræna andlátstilkynningu.
  2. Tilkynna andlátið með því að mæta á starfsstöð sýslumanns.

  • Dánarvottorð á pappír þarf aðstandandi að sækja á heilbrigðisstofnun þar sem það var gefið út og fara með það á starfsstöð sýslumanns til að tilkynna andlátið.
  • Þegar sýslumaður hefur móttekið andlátstilkynningu, fær aðstandandi sent vottorð um tilkynningu andláts í pósthólf sitt á island.is sem hann afhendir presti eða þeim sem annast útför.
  • Athugið að útför getur ekki farið fram fyrr en sýslumanni hefur borist andlátstilkynningin og í framhaldi staðfestir hann dánarvottorðið.
  • Sýslumaður aðstoðar eftirlifendur með dánarbú og veitir upplýsingar um erfðamál. 
  • Sýslumaður sendir tilkynningu til innlánsstofnana og biður um að innistæður á reikningum hins látna séu frystar.

Afrit af dánarvottorði

Embætti landlæknis varðveitir dánarvottorð. Jafnskjótt og andlát hefur verið skráð í Þjóðskrá, ásamt nauðsynlegum upplýsingum, sendir Þjóðskrá Íslands dánarvottorðið til landlæknis skv. Lögum um dánarvottorð nr. 61/1998.

Bankareikningar

Bankareikningum á nafni hins látna er lokað þegar dánarvottorði hefur verið skilað. Því er mikilvægt að gera ráðstafanir áður til þess að hægt sé að greiða reikninga og kaupa nauðsynjar.

Hafi hjón eða sambúðarfólk haft sameiginlega bankareikninga þarf eftirlifandi maki að stofna nýjan reikning og sjá til þess að t.d. laun og aðrar greiðslur fari ekki inn á sameiginlegan reikning.

Ef og þegar eftirlifandi maki fær leyfi sýslumanns til setu í óskiptu búi er hægt að láta opna aðgang að reikningum hins látna að nýju.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira