Sorg og sorgarviðbrögð – Lokað erindi fyrir þau sem hafa nýlega misst ástvin
Sorg og sárar tilfinningar eru eðlileg viðbrögð við missi. Sorgin er hluti af mannlegri reynslu og henni þarf að finna eðlilegan farveg. Mikilvægt er að vita að sorg er einstaklingsbundin og breytileg. Með grunnfræðslu um sorg og sorgarviðbrögð og ábendingum um ráð, sem gagnast hafa syrgjendum er leitast við að auka skilning á sorgarferlinu og þannig […]
Sorg og sorgarviðbrögð – Lokað erindi fyrir þá sem hafa nýlega misst ástvin
Sorg og sárar tilfinningar eru eðlileg viðbrögð við missi. Sorgin er hluti af mannlegri reynslu og henni þarf að finna eðlilegan farveg. Mikilvægt er að vita að sorg er einstaklingsbundin og breytileg. Með grunnfræðslu um sorg og sorgarviðbrögð og ábendingum um ráð, sem gagnast hafa syrgjendum er leitast við að auka skilning á sorgarferlinu og þannig […]
Lokað erindi fyrir þá sem hafa nýlega misst ástvin – FULLT – aðrar dagsetningar hér
ATH: fullt er á erindið þann 5. mars hægt er að skoða aðrar dagsetningar hér Sorgarmiðstöð hefur ákveðið að bjóða reglulega upp á lokað erindi fyrir þá sem hafa nýlega misst ástvin.Þar verður fjallað um tilfinningar sorgar, sorgarúrvinnsluna, mismunandi viðbrögð okkar og annara við sorginni o.fl. Einnig verður starfsemi Sorgarmiðstöðvar kynnt stuttlega og viðstöddum boðið […]
Að missa barn sitt úr fíkn
Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn sem misst hafa í kjölfar fíknar verður í kapellunni á St. Jó. þriðjudaginn 8. október. Gengið inn Hringbrautarmegin. Skráning í stuðningshóp á staðnum. Erindið hefst kl. 20:00. Stuðningshópur fer af stað 16. okt. í Guðríðarkirkju kl. 20:00. Hægt er að skrá sig á: helena.ros.sigmarsdottir@gmail.com
Að missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu
Þegar barn deyr í móðurkviði eða í eða eftir fæðingu deyja um leið allir draumarnir, vonirnar og væntingarnar. Eftir sitja foreldrar með sorg og söknuð. Bjarney Hrafnberg Hilmarsdóttir ljósmóðir og Díana Ósk Óskarsdóttir sjúkrahúsprestur flytja erindi um missi á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Þær segja einnig frá hópastarfi sem Landspítalinn býður uppá fyrir foreldra í […]
Foreldrakynning á sjálfstyrkingarnámskeiði og sorgarúrvinnslu fyrir börn og ungmennni
Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur og Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldumeðferðafræðingur verða með kynningu fyrir foreldra á námskeiði sem er fyrir börn og ungmenni sem misst hafa ástvin. Þær hafa mikla reynslu af vinnu með börnum og sinna einnig hópastarfi barna í Ljósinu. Námskeiðið hefst 19. október og er þrjá laugardaga. 19. október, 26. október og […]
Að missa ástvin úr fíkn
Að missa ástvin í kjölfar fíknar er afar erfitt og oft á tíðum getur sorgarúrvinnslan verið flókin. Díana Ósk Óskarsdóttir flytur erindi um ástvinamissi vegna fíknar en hún er sjúkrahúsprestur og handleiðari og starfar í stuðnings- og ráðgjafateymi Landspítalans. Díana Ósk hefur sérhæft sig í málum sem tengjast áfengis- og vímuefnasjúkum sem og aðstandendum þeirra. […]
„Þegar lífið endar á óvæntan máta. Hvernig tekst ég á við tilfinningar mínar?“ – FRESTAÐ
Erindi: Sigríður Björk Þormar
Afi, amma og sorgin – FRESTAÐ
Í LJÓSI AÐSTÆÐNA HEFUR VERIÐ TEKIN ÁKVÖRÐUN UM AÐ FRESTA ÞESSU ERINDI FRAM Á HAUSTIÐ. Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor og þerapisti flytur erindið Sorg og missir í fjölskyldunni – staða ömmu og afa.Í erindinu fjallar Sigrún um sorg og missi í fjölskyldum, einkum hver áhrif slík áföll hafa á stöðu ömmu og afa. Hún segir frá niðurstöðum nýlegra íslenskra rannsókna og ræðir um mikilvægi fjölskyldusamstöðu fyrir þrótt, seiglu og heilbrigði í lífsógnandi aðstæðum.Einnig kynnir […]
Að missa ástvin úr fíkn
Erindi: Díana Ósk Óskarsdóttir
Að missa barnið sitt og lifa það af
Að missa barn sitt er án efa einn erfiðasti atburður í lífi okkar. Foreldrar sitja eftir með brostið hjarta og spurningar sem enginn getur svarað. Steinunn Sigurþórsdóttir flytur erindi um barnsmissir og kynnir einnig hópastarf sem hefst 15. janúar. Erindið hefst kl 20:00
Jólin og sorgin
Í augum flestra eru jólin tími tilhlökkunar og gleði en þau geta líka verið erfiður tími, sérstaklega fyrir þá sem hafa misst ástvin. Séra Halldór Reynisson, prestur fjallar um sorgina, ástvinamissi og jólahátíðina sem framundan er. Einnig kynnir Sorgarmiðstöð nýjan bækling um jólin og sorgina sem verður afhentur á erindinu. Streymt verður frá erindinu á […]
Að missa maka
Að missa maka er mikið áfall. Þá um leið missum við góðan vin, elskhuga, barnsföður/móður, lífsförunaut og sálufélaga. Makamissir er með álagsmestu lífsreynslu sem þekkt er. Eftirlifandi maki þarf að takast á við miklar breytingar og aðlagast lífi á breyttum forsendum sem reynir mjög á þolrifin. K. Hulda Guðmundsdóttir flytur erindi um makamissi og kynnir […]
Að missa foreldri
Að missa foreldri er án efa eitthvert mesta áfall sem barn eða ung manneskja getur orðið fyrir. Oft fylgir slík reynsla fólki ævina á enda. Það er því nauðsynlegt að vinna vel úr foreldramissi svo áfallið verði ekki hamlandi seinna meir. Birna Dröfn Jónasdóttir flytur erindi um foreldramissi en hún missti foreldri ung að aldri. […]
Fyrstu árin eftir ástvinamissi
Erindi: Sigríður K. Helgadóttir Erindi fyrir þá sem hafa nýlega misst ástvin. Boðið upp á súpu og brauð. Frá kl. 20:00 – 22:00. Þann 1. október nk. frá kl. 20-22 verður lokað erindi fyrir þá sem hafa nýlega misst ástvin.Sigríður Kristín Fríkirkjuprestur í Hafnarfirði kemur og verður með erindi um fyrstu árin eftir ástvinamissi en […]
Að missa í sjálfsvígi
Erindi: Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir Frá kl. 20:00 – 21:30 Þann 24. september verður fræðsluerindið ,,Að missa í sjálfsvígi, tekist á við sorgina“. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir flytur erindið en hún hefur töluverða reynslu af því að vinna með fólki sem misst hefur ástvin í sjálfsvígi ásamt því að þekkja það af eigin raun. Í lokin verður […]