Í augum flestra eru jólin tími tilhlökkunar og gleði en þau geta líka verið erfiður tími, sérstaklega fyrir þá sem hafa misst ástvin. Séra Halldór Reynisson, prestur fjallar um sorgina, ástvinamissi og jólahátíðina sem framundan er. Einnig kynnir Sorgarmiðstöð nýjan bækling um jólin og sorgina sem verður afhentur á erindinu.
Streymt verður frá erindinu á Facebooksíðu Sorgarmiðstöðvar.
Allir velkomnir
Erindið hefst kl. 20:00