Í LJÓSI AÐSTÆÐNA HEFUR VERIÐ TEKIN ÁKVÖRÐUN UM AÐ FRESTA ÞESSU ERINDI
Það getur verið flókin staða að syrgja fyrrverandi maka og/eða eiga barn sem syrgir foreldri þegar sambandslit hafa orðið. Barnsfeður/mæður eiga ekki eins greiðan aðgang að aðstoð fyrir sig eða börn sín í sorginni og stundum eru lítil sem engin tengsl við tengdafjölskylduna.
Sorgarmiðstöð verður með erindi þar sem rætt verður m.a. um þá flóknu stöðu sem getur myndast við þessar aðstæður og kynnir einnig hópastarf fyrir barnsfeður/mæður barna sem misst hafa foreldri sem hefst þann 21. apríl.
ATH : ekki verður farið af stað með hópastarf nema lágmarks þátttöku verði náð. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér
Erindið hefst kl 20:00