02/04/2020
Lífsgæðasetur st. Jó

Óuppgerð og gömul sorg – FRESTAÐ

Í LJÓSI AÐSTÆÐNA HEFUR VERIÐ TEKIN ÁKVÖRÐUN UM AÐ FRESTA ÞESSU ERINDI

Sorg er eðlileg tilfinning í kjölfar ástvinamissis. Hún er hins vegar mjög sár og íþyngjandi tilfinning sem við Íslendingar höfum haft tilhneigingu til að forðast eða reynt að fara í gegnum á hnefanum. Það er ekki hentug leið. Ef við tökumst ekki á við sorgina okkar getur hún verið hamlandi seinna meir og hindrað okkur í að takast á við lífið á eðlilegan og góðan máta. Gömul og óuppgerð sorg ýfist einnig oft upp við nýtt áfall eða missi.

Anna Lóa Ólafsdóttir eigandi Hamingjuhornsins sem jafnframt er kennari, náms- og starfsráðgjafi og með diplómu í sálgæslu mun mæta til okkar og flytja erindi um þá erfiðu stöðu þegar gömul og óuppgerð sorg hefur áhrif á okkar daglega líf.
Einnig verður kynnt hópastarf fyrir þá sem vilja vinna úr gamalli eða óuppgerðir sorg. Hópastarfið hefst þann 8. apríl.

Erindið hefst kl. 20:00

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira