25/08/2020
Lífsgæðasetur st. Jó

FRESTAÐ – „Þegar lífið endar á óvæntan máta. Hvernig tekst ég á við tilfinningar mínar?“

Í LJÓSI AÐSTÆÐNA HEFUR VERIÐ TEKIN ÁKVÖRÐUN UM AÐ FRESTA ÞESSU ERINDI.

Það er sársaukafullt að missa náinn ættingja á skyndilegan hátt. Hvort sem um er að ræða skyndileg veikindi, slys eða sjálfsvíg þá er okkur ýtt út í úrvinnslu tilfinninga sem virðast oft á tíðum stjórnlausar, sérstaklega í upphafi. Færri gera sér grein fyrir því að þarna mæta áfallaviðbrögð sorginni og verður því oft um flókna úrvinnslu að ræða sem krefst góðs utanumhalds og stuðnings frá okkar nánustu og oft er þörf á faglegri úrvinnslu. Farið er yfir helstu atriði sem nýtast okkur í slíkri úrvinnslu og hvernig við getum styrkt okkur eða okkar nánustu sem best í því ferli.

Sigríður Björk Þormar flytur þetta erindi en hún hefur sérhæfingu í kvíðameðferð, meðferð áfalla og meðvirkni. Hún hefur lokið doktorsnámi í Áfallasálfræði við Amsterdam Háskóla og hefur einnig lokið sérfræðinámi í hugrænni atferlismeðferð við HÍ og Oxford Center for Cognitive Behavioral Therapy. Ásamt þessu hefur Sigríður lokið þjálfun í notkun EMDR við meðferð áfalla. Einnig lauk hún námi í Hjúkrunarfræði árið 1994.

Nánar um menntun og reynslu Sigríðar:
https://salfraedingarnir.is/teymid/sigridur-bjork-thormar/?fbclid=IwAR3LRXOLIQIzNJHE9gK4QEeFGB6WakisXLlKFMrynyEq3MmWo29RInA53qc

Allir velkomnir

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira