LUV styrkir Sorgarmiðstöð

Hafnfirðingurinn og athafnarmaðurinn Hermann Fannar Valgarðsson hefði orðið 40 ára laugardaginn 22. febrúar 2020. Að því tilefni voru haldnir styrktar- og minningartónleikar í Bæjarbíó þar sem margir af fremstu tónlistarmönnum landsins komu fram. Þar má nefna Per:Segulsvið, Friðrik Dór, JóiPé og Króli, Súrefni, GÓSS, Elísabet Ormslev, Huginn og DJ Egill, Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir.

Eftir andlát Hermanns var stofnaður LUV minningarsjóður og  hinn alþjóðlegi LUV dagur. Minningarsjóðurinn veitti Sorgarmiðstöð allan ágóðan af tónleikunum að upphæð 1.112.000 kr. Sorgarmiðstöð kann þeim bestu þakkir fyrir rausnarlegan stuðning.

Tilnefnd sem fyrirtæki ársins í Hafnarfirði
Sorgarmiðstöð fékk tilnefningu sem fyrirtæki ársins í Hafnarfirði. Við erum einstaklega stolt að vera tilnefnd með svona flottum fyrirtækjum en útnefningin fór fram við hátiðlega ...
Áframhaldandi samstarf Sorgarmiðstöðvar og Hafnarfjarðarbæjar
Frá upphafi hefur Hafnarfjarðarbær staðið þétt við bakið á Sorgarmiðstöð með aðstöðu í Lífsgæðasetri st. Jó. Sorgarmiðstöð fer afar vel við starfsemina sem ríkir  þar ...
Sorgarmiðstöð fær styrk frá Lýðheilsusjóði
Sorgarmiðstöð fékk 1.200.000 kr. styrk úthlutað úr Lýðheilsusjóði fyrir fræðslu og stuðning við syrgjendur. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra veitti styrki til 158 verkefna og rannsókna. ...
Erlent samstarf
Einn líður í því að starfsemi Sorgarmiðstöðvar geti haldið áfram að vaxa og dafna er að taka þátt í erlendu samstarfi. Í byrjun mars átti ...
Sorgarmiðstöð fær styrk frá þremur ráðuneytum
Mennta- og barnamálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hafa gert samning við Sorgarmiðstöðina um aukinn stuðning við syrgjendur. „Við erum gríðarlega þakklát fyrir þennan styrk. ...
Oddfellowstúka Gissur Hvíti styrkir Sorgarmiðstöð
Í síðustu viku við hátíðlega athöfn veitti Oddfellowstúka Gissur Hvíti styrki til mikilvægra málefna. Styrki að andvirði 600.000 kr. hlutu Sorgarmiðstöð, Geðhjálp, Hamarinn og Geiturngurinn. ...

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira