Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið styrkir Sorgarmiðstöð

Sorgarmiðstöð fékk afhentan veglegan styrk 2.000.000 kr. frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Styrkirnir eru veittir árlega og er ætlað að styðja við verkefni á sviði félags- og velferðarmála. Í ár var lögð sérstök áhersla á verkefni sem hvetja til virkni, vellíðan og valdeflingar einstaklinga í viðkvæmri stöðu.   
Ráðherrann lét eftirfarandi orð falla í tilefni úthlutunnarinnar. „Frjáls félagasamtök vinna ómetanlegt starf í íslensku samfélagi og þau eru mikilvægur hlekkur í lífi okkar flestra. Það er því virkilega ánægjulegt að geta stutt við þau fjölbreyttu verkefni sem samtökin sinna, og það var gaman að finna kraftinn í athöfninni í dag. Ég veit að styrkirnir munu nýtast vel í margskonar verkefni sem bæta samfélagið okkar.

Við erum afar þakklát og sannfærð um að öll þessi frábæru félagsamtök- og verkefni sem hlutu styrki munum leggja þessu mikilvæga málefni lið.   
Fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar tók Karólína Helga Símonardóttir formaður á móti styrknum.    

Sorgatréð tendrað í þriðja sinn
Tendrað verður á Sorgartré Sorgarmiðstöðvar þriðja árið í röð í Hellisgerði sunnudaginn 1. desember. Í augum flestra eru jólin tími tilhlökkunar og gleði en þau ...
Sorgarmiðstöð með fulltrúa á evrópskri sorgarráðstefnu í Dublin
Jóhanna María fagstjóri Sorgarmiðstöðvar fór á evrópska sorgarráðstefnu í Dublin 11. – 13. nóvember. Um fjögur hundruð manns mættu á ráðstefnuna og þar á meðal ...
Samtal eftir sýninguna Sýslumaður dauðans
Sorgarmiðstöð fór í samstarf við Borgarleikhúsið og hélt sérstaka umræðusýningu þann 17. nóvember síðastliðinn á leikverkinu Sýslumaður dauðans. Verkið er eftir Birni Jón Sigurðsson og ...
Anna Guðný nýr verkefnastjóri Hjálp48
Anna Guðný Hermannsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri yfir verkefninu Hjálp48 en hún hóf störf í júní 2024. Verkefnið Hjálp48 felur í sér þróun, prófun og ...
Sorgarmiðstöð á Akureyri
Jóhanna María Eyjólfsdóttir, fagstjóri Sorgarmiðstöðvar, og Anna Guðný Hermannsdóttir, verkefnastjóri Hjálp 48, fóru á dögunum í ferð til Akureyrar til að vinna að og undirbúa ...
Könnun um sorgarstuðning á Norðurslóðum
Sorgarmiðstöðin er aðili að norrænu samstarfi sem hefur meðal annars að markmiði að rannsaka hvað reynist vel varðandi stuðning eftir ástvinamissi. Óskað er eftir þátttöku ...

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira