Ína Lóa er grunnskólakennari að mennt og hefur starfað sem slíkur til fjölda ára. Hún hefur tekið diplómanám í hugrænni atferlismeðferð, útskrifast sem markþjálfi og tekið ýmis námskeið er tengajst sorg og áföllum barna og fullorðinna.
Ína missti fyrsta barn sitt á meðgöngu árið 2002 og eiginmann eftir langvarandi veikindi árið 2012. Árið 2013 stofnaði hún Ljónshjarta ásamt öðru góðu fólki og var þar formaður fyrstu 6 árin.
Ína Lóa er annar hugmyndasmiður og einn af höfundum fræðsluþáttana MISSIR sem sýndir voru á sjónvarpi Símans og fengu Edduverlaunin árið 2022.
Ína kom að stofnun Sorgarmiðstöðvar og var í fyrstu stjórn hennar en gegnir nú starfi framkvæmdastjóra.
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753