Jóhanna María Eyjólfsdóttir er djákni en hefur einnig lagt stund á nám í Uppeldis- og menntunarfræðum á masterstigi. Hún var um skeið formaður og framkvæmdastjóri Pieta sjálfsvígsforvarnarsamtaka. Jóhanna María hefur starfað sjálfstætt við sálgæslu og stutt aðstandendur og ástvini í sorg eftir missi.
Hún sinnir sjálfboðastarfi hjá Rauða krossinum og er meðlimur í Áfalla- og viðbragðsteymi samtakanna. Einnig situr hún í undirbúningshópi Embætti landlæknis fyrir Alþjóðadag sjálfsvíga 10. september.
Jóhanna María missti fyrrverandi eiginmann og barnsföður tveggja sona í sjálfsvígi árið 2012.