Rafíþróttamót
11. september

Sunnudaginn 11.september klukkan 14:00 verður haldið góðgerða-rafíþróttamót í FIFA22 til styrktar ungmennastarfi Sorgarmiðstöðvarinnar. Mótið er að sjálfsögðu haldið hjá Arena, þjóðarleikvangi Íslands í rafíþróttum, og styðja Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ)  og GameTíví við bakið á mótinu.

Sorgarmiðstöð er góðgerðarfélag sem hlúir að syrgjendum og aðstandendum (börnum og fullorðnum) en er einnig í samstarfi við önnur sorgarfélög, heilbrigðiskerfið, lögreglu, sjúkra- og slökkvilið sem og aðra sem koma að andláti og ástvinamissi.

Mótsfyrirkomulag:

Tveir saman í liði, leikmenn velja sér lið og þurfa keppa með því liði út mótið. Einstaklingar geta líka skráð sig og verða þá paraðir saman við aðra staka leikmenn.
Hver leikur er 2X 6 mín. Gamemode overall 90. Mótsformat verður auglýst síðar þegar góð sýn er kominn á skráningu liða.

Mótinu verður streymt af stöð2 esport, mbl.is esport og Twitch rás RÍSÍ og að sjálfsögðu verður íþróttalýsandi til að gera þetta enn skemmtilegra!

Íslenska landsliðið í FIFA22 verður á staðnum og hægt er að skora á þau í leik.

Þátttaka á mótinu kostar 3.900 kr. og auk þátttöku á mótinu fylgja þrír miðar í lukkupott  sem reglulega er dregið úr í gegnum mótið og hægt að vinna glæsileg verðlaun. Áhorfendur geta líka keypt miða í pottinn til að taka þátt og þátttakendur geta keypt fleiri miða til að auka vinningsmöguleika sína.

Verðlaun:

Til mikils er að vinna en Playstation 5 tölva og FIFA23 eru meðal stærstu vinninga!

Hægt er að vinna til annarra glæsilegra vinninga frá Cintamani, Origo, Brandson, Bestseller, 66°N, Sambíóunum, Nexus, Sportvörum, Altis, Músík og sport, Bætiefnabúllunni, Ölgerðinni og margt margt fleira!

Heldurðu að þú getir skorað beint úr aukaspyrnu? Sýndu það á mótinu og við gefum þér glaðning.

Útsending:

Streymt verður frá mótinu á stöð2 esport, mbl. esport og Twitch rás RÍSÍ. Ómar Freyr Sævarsson lýsir mótinu.

Styrkja Sorgarmiðstöð

Í Sorgarmiðstöð fer fram umfangsmikið starf í þágu syrgjenda og er öll þjónustan veitt syrgjendum að kostnaðarlausu.

Starfsemin er einungis rekin með styrkjum og velvild einstaklinga og fyrirtækja.

Við þurfum á þínum styrk að halda til að hlúa áfram vel að syrgjendum og efla þjónustu Sorgarmiðstöðvar.

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira