Anna Guðný er með meistaragráðu í sameindalíffræði og MPM mastersgráðu í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands. Hún hefur áður starfað sem verkefnastjóri hjá bæði Landsvirkjun og Bioeffect. Anna Guðný hefur umsjón og ábyrgð yfir verkefni Sorgarmiðstöðvar Hjálp48. Verkefnið Hjálp48 felur í sér þróun, prófun og innleiðingu á stuðningi við aðstandendur eftir skyndilegan missi ástvinar. Ef fólk deyr heima eða utan spítala þá er ekkert “kerfi” sem grípur aðstandendur, sem er ólíkt því sem gerist ef ástvinur deyr á stofnun. Hjálp48 á að verða það kerfi.