Díana Sjöfn Jóhannsdóttir er menntuð í bókmenntafræði og ritlist og er með meistaragráðu í menningarfræði. Hún er einnig rithöfundur og hefur gefið út þrjú skáldverk. Díana hefur starfað við ýmis fjölbreytt markaðsstörf, ritstörf, kynningarstörf og við viðburðarstjórnun. Hún starfaði sem markaðsstjóri hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra á árunum 2018 og 2019. Þar á eftir vann hún fyrir Átak, félag fólks með þroskahömlun sem verkefnastjóri og svo sem viðburðar – og kynningarstjóri Bókasafns Garðabæjar. Díana skrifar auk þess leikhús -og bókarýni á menningarvef Lestrarklefans.
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753