Guðrún Jóna er hjúkrunarfræðingur B.Sc., MPM. og hefur langa reynslu af því að stýra verkefnum bæði hjá stofnunum og fyrirtækjum. 

Guðrún Jóna missti son í sjálfsvígi árið 2010. Árið 2011 kom hún að stofnun Minningarsjóðs Orra Ómarssonar og gerð heimasíðunnar sjalfsvig.is. Hún hefur í mörg ár unnið í gegnum félagasamtök að forvörnum sjálfsvíga og stuðningi við aðstandendur sem misst hafa í sjálfsvígi.

Guðrún Jóna var varamaður í stjórn Sorgarmiðstöðvar við stofnun hennar og formaður stjórnar 2020-2021.