Hrannar Már Sigrúnarson hefur frá árinu 2014 stýrt stuðningshópum fyrir aðstandendur sem misst hafa barn.  Hann hefur einnig frá árinu 2017 stýrt stuðningshópum fyrir þau sem misst hafa ástvin vegna fíknar. Sjálfur hefur Hrannar reynslu af barnsmissi en hann missti dóttur sína árið 2002.
Ásamt þessu hefur Hrannar unnið í gegnum önnur félagasamtök að stuðningi við syrgjendur. Hann hefur einnig komið að vinnu við frumvarp um sorgarorlof fyrir foreldra sem misst hafa barn. 
Hrannar Már er verkfræðingur að mennt og starfar sem slíkur.