Jóhanna María útskrifaðist sem djákni frá HÍ árið 2017. Hún hefur talsverða reynslu af því að styðja
aðstandendur í sorg og missi, m.a. í gegnum störf sín hjá útfararþjónustu, með eldri borgurum og einstaklingum sem hafa misst, m.a. í sjálfsvígi. Hún starfar sem sjálfboðaliði í Áfalla- og viðbragðsteymi Rauða krossins og hefur auk þess sinnt sjálfboðnu starfi með hælisleitendum og flóttamönnum, nú síðast sálgæslu í Fjöldahjálparstöð Rauða krossins fyrir flóttamenn. Í gegnum árin hefur Jóhanna María einnig leitt verkefni á vegum ríkisins í geðheilbrigðis- og eineltismálum, auk þess að starfa í þágu samtaka á sviði geðheilbrigðis og sjálfsvígsforvarna. Í dag starfrækir hún einnig námskeið fyrir börn og unglinga í grunnskólum sem eiga erfiða reynslu að baki og standa höllum fæti í skólakerfinu.
Jóhanna María missti fyrrverandi eiginmann og barnsfaðir tveggja drengja þeirra úr sjálfsvígi árið 2010.
Jóhanna María sinnir stuðningshópastarfi fyrir þau sem hafa misst ástvin í sjálfsvígi.
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753