Kolbeinn starfar við fjármálagreiningu og áætlanagerð hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP. Hann er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá HR og M.A. gráðu í hagnýttri hagfræði frá HÍ.

Kolbeinn missti móður sína ungur að árum úr fíknisjúkdóm og hefur sjálfur upplifað batann sem er fólginn í því að vinna úr slíku áfalli. Hann kom fram í þáttunum „Missir“ þar sem hann ræddi reynslu sína af móðurmissinum, hefur stundað jafningastuðning hjá Sorgarmiðstöð og einnig haldið fyrirlestra um upplifun sína, meðal annars á ráðstefnu Sorgarmiðstöðvar um skyndilegan missi.