Kristín Lilja er með BSc gráðu í sölu- og markaðsfræðum frá dönskum háskóla en Kristín dvaldi um sinn í Danmörk með fjölskyldu sinni. Þar að auki lauk Kristín MBA námi frá skoskum háskóla vorið 2022 þar sem hún bætti við sig meistaragráðu í stjórnun.  Kristín Lilja hefur víðtæka reynslu í verkefnastjórnun og rekstri en þar að auki starfaði Kristín nýverið hjá Krafti stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, en þar bar Kristín ábyrgð á fjármálum og fjáröflunum félagsins.