Lóa starfar sem hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Hún vann áður í mörg ár við sérhæfða líknarþjónustu í heimahúsum. Lóa hefur lokið kúrsum á diplóma og meistarastigi í endurmenntun Háskóla Íslands, meðal annars í líknarhjúkrun og sálgæslu. Hún er einnig Jóga Nidra leiðbeinandi.

Lóa hefur langa reynslu af vinnu með fjölskyldum sem takast á við sorg og erfiðar tilfinningar í alvarlegum veikindum og við ástvinamissi.

Lóa sat í stjórn Nýrrar dögunar, samtök um sorg og sorgarviðbrögð og stjórn Lífsins-samtaka um líknarmeðferð.