Þórunn er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi. Hún missti frumburð sinn eftir 20 vikna meðgöngu. Þórunn stofnaði Gleym mér ei styrktarfélag ásamt Önnu Lísu Björnsdóttur og Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Hún hefur verið í stjórn Gleym mér ei frá stofnun þess og unnið að ýmsum málefnum til að styðja við foreldra sem missa barn á meðgöngu, í fæðingu eða stuttu eftir fæðingu. Þórunn starfar sem brjóstagjafaráðgjafi og sem verktaki fyrir Gleym mér ei.

Þórunn sinnir stuðningshópastarfi fyrir foreldra sem missa barn á meðgöngu.