Fróðleikur

Hér munum við safna saman og miðla margskonar fræðsluefni sem vonandi gagnast syrgjendum og aðstandendum þeirra.

Viðtal

Mæður sem hafa misst syni

Í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur sitja þrjár kon­ur stolt­ar og undr­andi með ný­út­komna bók, Móðir, miss­ir, mátt­ur, sem þær eru höf­und­ar að. Odd­ný Þ. Garðars­dótt­ir og meðhöf­und­ar henn­ar; Vera Björk Ein­ars­dótt­ir og Þór­anna M. Sig­ur­bergs­dótt­ir.All­ar hafa þær misst syni og fundið styrk í trúnni til þess að tak­ast á við lífið að loknu, „högg­inu“ sem fjöl­skyld­urn­ar urðu fyr­ir þegar syn­ir þeirra lét­ust með svip­leg­um hætti. „Með bók­inni höf­um við náð þeim til­gangi að vinna úr til­finn­ing­um okk­ar vegna missis barns. Hitt mark­miðið, að miðla reynslu og ráðum til þeirra sem lent hafa í því að missa barn eða eiga eft­ir að lenda í því, næst von­andi með út­komu bók­ar­inn­ar.“

Viðtal

Dauðinn getur verið ótímabær, en aldrei óeðlilegur

Dauðinn getur verið ótímabær, en aldrei óeðlilegur. Þetta segir Birna Dröfn Jónasdóttir sem missti föður sinn ung að árum. Hún hvetur foreldra til að ræða við börn sín um dauðann.

Í sama streng tekur Halldór Reynisson, rektor Skálholtsskóla, en hann hefur aðstoðað syrgjendur á öllum aldri við að takast á við harm sinn. Halldór segir tímann ekki lækna öll sár og kallar eftir meiri umræðu um listina að lifa, og deyja.

Hlaðvarp

Vigfús Bjarni sjúkrahúsprestur

Í fyrsta þættinum um missir ræðir Syvlía Hall við Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprest sem hefur mikla reynslu af því að starfa með syrgjendum.  Í þáttunum Missir er rætt við fólk sem hefur upplifað missi á einn eða annan hátt.

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

COMING SOON

wkrótce

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira