Hrannar Már mætti í Hæ Hæ hlaðvarpið hjá Helga og Hjálmari þar sem hann deildi reynslu sinni af því að missa barn. Þetta er hjartnæmur þáttur sem kemur inn á allan tilfinningaskalann – jafnt hlátur sem grátur. Hrannar Már sér um hópastarf fyrir Barnsmissi hjá Sorgarmiðstöð ásamt Steinunni Sigurþórsdóttur sem hefst í byrjun september.