Dauðinn getur verið ótímabær, en aldrei óeðlilegur. Þetta segir Birna Dröfn Jónasdóttir sem missti föður sinn ung að árum. Hún hvetur foreldra til að ræða við börn sín um dauðann.

Í sama streng tekur Halldór Reynisson, rektor Skálholtsskóla, en hann hefur aðstoðað syrgjendur á öllum aldri við að takast á við harm sinn. Halldór segir tímann ekki lækna öll sár og kallar eftir meiri umræðu um listina að lifa, og deyja.