„Það er í raun og veru ekkert sem tekur við þegar maður missir barn svona skyndilega, þá er í raun og veru enginn stuðningur,“ segir hún og heldur áfram. „Þú missir allt frumkvæði til að sækja eftir hjálp.“ Hún segir það í raun vera mismunandi hvort fólki bjóðist aðstoð eða hvort það þurfi að leita eftir henni sjálft. Oft er fólk ekki tilbúið til þess að þyggja aðstoð strax eftir missinn en þegar það þurfi á henni að halda þá sé lítið í boði. „Svona missir er bara ævistarf, þetta er eitthvað sem er ekkert búið bara eftir fimm ár. Þetta er eitthvað sem þú þarft alltaf að vera vinna í og vinna með sjálfan þig, hvernig þú ætlar að takast á við þetta.“