Jólin eru alla jafna gleðilegur tími, en fyrir fólk í sorg eru jólin og áramótin erfiður tími. Halldór Reynisson, fyrrverandi prestur, leggur áherslu á að fólk gæti að tilfinningum og líðan þeirra sem syrgja og virði það að sorgin er langhlaup.