„Þú ert að missa sálu­fé­laga þinn og oft ein­hvern veg­inn helm­ing­inn af sjálf­um þér,“ lýs­ir Ína Lóa makam­issin­um en árið 2012 lést eig­inmaður henn­ar og barns­faðir eft­ir stutta en erfiða bar­áttu við æxli í heila. 

„Ég man þess­ar setn­ing­ar sem maður fékk að heyra svo oft: „Þú ert svo dug­leg og þú ert svo mik­il hetja,“ og allt þetta en það var ekk­ert annað í boði. Mig langaði stund­um bara til að fá að vera í friði og helst bara setja sæng­ina upp fyr­ir haus.“