„Þú ert að missa sálufélaga þinn og oft einhvern veginn helminginn af sjálfum þér,“ lýsir Ína Lóa makamissinum en árið 2012 lést eiginmaður hennar og barnsfaðir eftir stutta en erfiða baráttu við æxli í heila.
„Ég man þessar setningar sem maður fékk að heyra svo oft: „Þú ert svo dugleg og þú ert svo mikil hetja,“ og allt þetta en það var ekkert annað í boði. Mig langaði stundum bara til að fá að vera í friði og helst bara setja sængina upp fyrir haus.“