Þann 15. júní sl. var frumvarp um sorgarleyfi samþykkt einróma og er orðið að lögum. Lögin tryggja foreldrum sem missa barn sitt leyfi frá störfum. Einnig fá foreldrar greiðslur til að koma til móts við tekjutap. Karólína Helga Símonardóttir formaður Sorgarmiðstöðvar var fengin í stutt viðtal þar sem hún talar um að Sorgarmiðstöð fagni þessu mikilvæga skrefi en telji jafnframt þetta einungis fyrsta fasann. Það þurfi að styðja enn frekar við syrgjendur og huga þá sérstaklega að ungum ekkjum og ekklum sem missa maka frá ungum börnum.