Fallegt viðtal um missi. „Heimurinn bara hrynur. Ég vissi það ekki fyrr en mörgum árum seinna þegar ég fór að setja saman fyrirlestur um minn missi að þá rifjuðu fjölskyldumeðlimir og vinir mínir það upp með mér að það þurfti að mata mig. Ég gat ekki farið ein í sturtu. Ég þurfti lyf til þess að sofna. Ég var algjört hrak og maður er það. Það er ekki hægt að lýsa þessu,“ segir Guðrún. Sonur hennar, Orri, framdi sjálfsvíg árið 2010.