Í Vesturbæ Reykjavíkur sitja þrjár konur stoltar og undrandi með nýútkomna bók, Móðir, missir, máttur, sem þær eru höfundar að. Oddný Þ. Garðarsdóttir og meðhöfundar hennar; Vera Björk Einarsdóttir og Þóranna M. Sigurbergsdóttir.Allar hafa þær misst syni og fundið styrk í trúnni til þess að takast á við lífið að loknu, „högginu“ sem fjölskyldurnar urðu fyrir þegar synir þeirra létust með sviplegum hætti. „Með bókinni höfum við náð þeim tilgangi að vinna úr tilfinningum okkar vegna missis barns. Hitt markmiðið, að miðla reynslu og ráðum til þeirra sem lent hafa í því að missa barn eða eiga eftir að lenda í því, næst vonandi með útkomu bókarinnar.“
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753