Í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur sitja þrjár kon­ur stolt­ar og undr­andi með ný­út­komna bók, Móðir, miss­ir, mátt­ur, sem þær eru höf­und­ar að. Odd­ný Þ. Garðars­dótt­ir og meðhöf­und­ar henn­ar; Vera Björk Ein­ars­dótt­ir og Þór­anna M. Sig­ur­bergs­dótt­ir.All­ar hafa þær misst syni og fundið styrk í trúnni til þess að tak­ast á við lífið að loknu, „högg­inu“ sem fjöl­skyld­urn­ar urðu fyr­ir þegar syn­ir þeirra lét­ust með svip­leg­um hætti. „Með bók­inni höf­um við náð þeim til­gangi að vinna úr til­finn­ing­um okk­ar vegna missis barns. Hitt mark­miðið, að miðla reynslu og ráðum til þeirra sem lent hafa í því að missa barn eða eiga eft­ir að lenda í því, næst von­andi með út­komu bók­ar­inn­ar.“