Í sept­em­ber var eitt ár liðið frá stofn­un Sorg­armiðstöðvar­inn­ar. Fram­kvæmda­stjóri miðstöðvar­inn­ar, Ína Ólöf Sig­urðardótt­ir, seg­ir að mik­il þörf sé í þjóðfé­lag­inu á stuðningi við syrgj­end­ur. Hið op­in­bera geri margt rétt en hins veg­ar sé margt sem þurfi að gera bet­ur.