Hulda Guðmundsdóttir stjórnarmaður og fyrrv. formaður Sorgarmiðstöðvar var fyrsti viðmælandi Minninga sem er nýr vefur með þann tilgang að auðvelda fólki að varðveita minningu látins ástvinar í öruggu og aðgengilegu umhverfi.Í viðtalinu fjallar Hulda um sorg í íslensku samfélagi, þarfir syrgjenda og tilurð og þjónustu Sorgarmiðstöðvar.