“Þú telur þér trú um að læknarnir hafi rangt fyrir sér. Að mann sé að dreyma. Dawn sagði að hún hefði fundið Poppy hreyfa sig þennan dag. Það er víst svo að legvatnið hreyfist þannig að það er eins og barnið sé enn á lífi. Um stund vakna falskar vonir,” skrifar söngvarinn. Ákveðið var að framkalla fæðingu næsta dag til að koma Poppy í heiminn. Gary segir lækna hafa reynt að undirbúa þau hjónin, en að ekkert geti undirbúið fólk fyrir þessa stund.”