„Það er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í því felst að samfélagið sem heild, tengsl manna og samheldni búi í sameiningu að uppeldi barnanna. Þegar lífið gengur sinn vanagang eru þessir kraftar að mestu ósýnilegir. Það er hins vegar í áföllum sem félagsauðurinn verður hverjum manni augljós. Á sama tíma og það tekur heilt þorp að ala upp barn, þá á það einnig við um það þegar kveðja á barn; samfélagið reis upp og aðstoðaði sem mest það mátti.“