„Að lifa einmana í óunninni sorg getur verið hættulegt. Birtingarmyndir slíks ástands geta verið: reiði, hræðsla, þunglyndi, kvíði, neysla og/eða sjálfsvígshugsanir – og jafnvel sjálfsvíg. En að vera saman í sorginni, tengjast hvoru öðru, gráta, vinna úr hlutunum og finna fyrir erfiðum tilfinningum saman án dómhörku, án skammar getur styrkt okkur öll svo mikið. Og mögulega bjargað lífum. Þorum að ræða áföllin, sorgina, órökréttar tilfinningar og sársaukann. Það styrkir okkur öll, og samfélagið okkar.”