„Það getur verið erfitt fyrir aðstandendur þeirra sem missa á meðgöngu að vita hvernig á að bregðast við, hvað er „hjálplegt“ að segja eða gera. Samúð og samkennd eru grunnur að samskiptum í sorg, en það er líka skiljanlegt að fólk finni fyrir minnimáttarkennd þegar „hið ómögulega“ gerist, að barn deyi á undan foreldrum, þá eru engin rétt viðbrögð nema kærleikur.“