„Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in seg­ir að við hvert sjálfs­víg sitji 135 ein­stak­ling­ar eft­ir veru­lega slegn­ir,“ seg­ir Guðrún Jóna Guðlaugs­dótt­ir, verk­efna­stjóri á lýðheilsu­sviði hjá embætti land­lækn­is, í sam­tali við mbl.is og bend­ir á að ef tal­an 40 er marg­földuð með 135 komi í ljós að þeir sem verði fyr­ir áhrif­um af sjálfs­víg­um að meðaltali á ári hverju séu á sjötta þúsund tals­ins.