„Missir, sorg og áföll gera sjaldnast boð á undan sér og er það afar persónubundið hvernig fólk tekst á við slíka erfiðleika. Fólk upplifir sorgarviðbrögðin á mismunandi hátt, en það er þó mikilvægt að greina á milli hvað þykja eðlileg og óeðlileg sorgarviðbrögð, svo hægt sé að bregðast rétt við,“ segir Bergþóra um viðfangsefnið.