Veist aldrei hvenær sorgin hellist aftur yfir þig. Þórhildur segir að dótturmissirinn sé ferli sem eigi eftir að standa yfir út lífið. „Þetta er sársauki sem maður losnar ekki við og kærir sig ekki endilega um að losna við,“ segir Þórhildur. Maður lifir með honum en auðvitað minnkar verkurinn í brjóstinu og maður fer að ilja sér við góðar minningar og getur hlegið.“ Í hverri manneskju eru mörg leynihólf, að sögn Arnars, og sem leikari þarf maður að gægjast í hólfin og horfast í augu við það sem þar leynist. „Sorgin er eitt af þeim hólfum sem alltaf er þarna og þú veist af,“ segir hann. „Svo gerist eitthvað og allt í einu ertu á gangi og sérð eða skynja eitthvað og þá opnast allt. Þú veist ekki hvenær það gerist.“