Anna Dagmar Arnarsdóttir

Anna Dagmar er  viðskiptafræðingur frá HÍ  og með MBA með áherslu á mannauðsstjórnun frá HR og hefur einnig lokið MA diplómanámi í Jákvæðri sálfræði og Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá EHÍ. Anna Dagmar missti eiginmann sinn skyndilega sumarið 2019. Anna Dagmar hefur setið í stjórn Ljónshjarta síðan 2022.

Guðfinna Hallgrímsdóttir

Guðfinna er hjúkrunarfræðingur að mennt og er með diplóma í sálgæslu. Hún starfar sem verkefnastjóri við Háskólann áAkureyri ásamt því að vera meðhjálpari í Akureyrarkirkju. Guðfinna missti elstu dóttur sína úr sjálfsvígi árið 2014. Hún starfar í stjórn Samhygðar, samtökum um sorgog sorgarviðbrögð á Norðurlandi eystra sem eraðildarfélag að Sorgarmiðstöð.