Foreldamissir

Að missa foreldri er án efa eitthvert mesta áfall sem barn eða ung manneskja getur orðið fyrir. Oft fylgir slík reynsla börnum ævina á enda. Það er því nauðsynlegt að vinna vel úr foreldramissi barna svo áfallið verði ekki hamlandi seinna meir. Fagleg aðstoð, fjölskyldan, vinir og að hitta aðra sem deila reynslu er oft mikil hjálp.

Sorgarmiðstöð býður upp á stuðningshóp og námskeið fyrir börn og ungt fólk sem hefur misst foreldri.

 Nauðsynlegt er að skrá sig í hópastarf/á námskeið til að tryggja þátttöku. 

Ungt fólk (18 ára og eldri)

Hægt er að skrá sig í hópastarf hvenær sem er. Farið verður af stað með nýjan hóp um leið og ákveðnum fjölda er náð.

Börn og ungmenni (6-18 ára)

Hægt er að skrá sig á námskeið hvenær sem er. Farið verður af stað með nýjan hóp um leið og ákveðnum fjölda er náð.

Námskeiðið er þrjá laugardaga fyrir 6-15 ára. 

Ungmenni 16-18 ára (menntaskólaaldur) verða að kvöldi til á virkum degi. 

Nánari lýsing:  Á námsskeiðinu fá allir tækifæri til að skapa, upplifa, og tjá sig í gegnum leik og verkefni í öruggu og styðjandi umhverfi. Hópunum er aldursskipt og er lögð áhersla á að mæta þörfum hópsins og hvers og eins innan hans.

1. tími – TRAUST (foreldrar velkomnir með í byrjun)

Efnisþættir: Sjálfstraust, hugrekki, að treysta öðrum, að treysta aðstæðum.

2. tími – TENGSL

Efnisþættir: Félagslegur og tilfinningalegur lærdómur, samskipti, samvinna, tjáning og samkennd.

3. tími – SJÁLFSÞEKKING

Efnisþættir: Aukin meðvitund varðandi færni, líðan og samskipti, yfirfærsla á daglegt líf, jákvæð reynsla.

LOKASTUND (tímasetning ekki komin)

Hópurinn hittist einnig eina kvöldstund í lokin ásamt fjölskyldum og á ánægjulega stund saman.

Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur og Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldumeðferðafræðingur halda utan um þetta námskeið. Þær hafa mikla reynslu af vinnu með börnum í sorg og sinna einnig hópastarfi barna í Ljósinu.

Námskeiðið er frá kl 13-16

ATH: Það kostar ekkert að koma í hópastarf eða á námskeið og það er alltaf hægt að skrá sig.